Síldarsjómenn við Noreg furða sig nú á hvað síldarkvóti þeirra er lítill á sama tíma og norsk-íslenska síldin veiðist sem aldrei fyrr. Nótabátarnir liggja nú í röðum við bryggju og bíða löndunar. Fiskifræðingar segja hins vegar að engin átæða sé til að auka við síldarkvótann í ár. Þetta kemur fram í frétt á vef norska ríkissjónvarpsins.
Fulltrúi norsku síldveiðimannanna segist ekki skilja að á sama tíma og væn og góð síld veiðist í miklu magni við ströndina séu síldarkvótarnir skertir. Hann segir að fyrir fjórum árum hafi þeir haft þrisvar sinnum stærri síldarkvóta en veiðin hafi verið langt frá því að vera eins mikil og nú.
Vísindamenn hjá norsku hafrannsóknastofnuninni benda hins vegar á að síldarstofninn hafi minnkað mikið á undanförnum árum og nýliðun hafi verið slök. Það sé því ekkert tilefni til að auka síldarkvótann í ár þótt mikið af síld þétti sig meðfram ströndinni á þessum tíma. Sjá nánar á vef norska ríkissjónvarpsins HÉR.