Heildarskerðingar aflaheimilda vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða nema um 38 þúsund þorskígildistonnum á næsta fiskveiðiári og fara upp í 45 þúsund þorskígildistonn fiskveiðiárið 2015/2016 samkvæmt áætlunum stjórnvalda.
Þetta kemur fram í viðtali við Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóra LÍÚ á vef samtakanna.
„Ef ákvæði frumvarpsins hefðu verið komin til framkvæmda á síðasta fiskveiðiári, þegar við veiddum rúm 1440 þúsund tonn, hefði skerðingin numið yfir 100 þúsund tonnum," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Sjá nánar á vef LÍÚ.