Skelfiskeldi og skelfiskræktun í Skotlandi jókst um 18% á síðasta ári og nam framleiðsluverðmætið um 10,5 milljónum punda (um 2,1 milljarður ISK) árið 2014.

Bláskel er helsta framleiðsluvaran. Um 7.680 tonn af bláskel voru framleidd á síðasta ári sem er meira en nokkru sinni fyrr. Aðrar framleiðsluvörur eru ostrur, kyrrahafsostrur og hörpudiskur.

Um 345 manns starfa við skelfiskrækt í Skotlandi, sumir þeirra í hlutastarfi.

Frá þessu er greint á vefnum Fishupdate.com.