Rækjuveiði fyrir norðan land hefur verið mjög léleg að undanförnu, að því er Benóný Guðjónsson skipstjóri á Sóley Sigurjóns GK  segir í samtali við Fiskifréttir.

„Auðvitað hefur verið tröppugangur í aflabrögðunum en gegnum gangandi hefur veiðin verið léleg. Við hófum rækjuveiðar í byrjun mars. Aflinn var ágætur til að byrja með en versnaði þegar á leið og hefur verið skelfilegur síðustu vikurnar. Það er eins og botninn hafa hreinlega dottið úr veiðunum. Ég var á rækju í fyrra og veiðin núna er mun lélegri en þá. Því er ekki saman að líkja,“ segir Benóný.

Sjá nánar viðtal í nýjustu Fiskifréttum.