Þessa dagana fer fram á Alþingi umræða um veiðigjöld. Í tilefni af því er birt á vef Síldarvinnslunnar samantekt unnin um opinber gjöld þriggja stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna í Fjarðabyggð, Síldarvinnslunnar, Eskju og Loðnuvinnslunnar. Gjöldin eru reiknuð miðað við að núverandi frumvarp um veiðigjöld verði að lögum.

Samkvæmt samantektinni nema tekjuskattar, veiðigjöld og önnur gjöld 4,6 milljörðum króna en að viðbættum áhrifum af fyrirhuguðum skerðingum aflaheimilda ásamt staðgreiðslu starfsmanna fer upphæðin í tæplega 7,2 milljarða króna.

Sjá nánar HÉR