Skálaberg RE 7, hinn nýi frystitogari Brims hf., er kominn til Reykjavíkur og er áætlað að hann leggist að bryggju við Miðbakka um klukkan 11.
Skálaberg er af nýrri gerð frystitogara þar mikið er lagt upp úr aðbúnaði áhafna. Einnig er skipið sérstaklega styrkt og hannað fyrir veiðar við erfiðar aðstæður í Norður Atlantshafi. Meðal annars er skipið búið 4 togvindum og er með 10.000 hestafla aðalvél en skipið er 3.435 tonn af stærð, 16 metra breitt og 74,50 m. langt
Skálaberg var smíðað í Noregi ári 2003 fyrir færeyska útgerð, sem gerði það út til ársins 2009 er það var selt til Argentínu. Brim festi kaup á skipinu í fyrra og setti það í slipp í Las Palmas þar sem það var tekið í gegn og málað í litum félagsins. Eins og á öðrum skipum Brims hf. eru tvær áhafnir þannig að það eru tveir skipverjar um hvert pláss.