Á vef dagblaðsins The Guradian er að finna sláandi myndir af sjóræningjaveiðum í Kyrrahafi. Sjá myndirnar HÉR .

Í Kyrrahafinu eru gjöful fiskimið fyrir túnfisk og fleiri tegundir. Þúsundir fiskibáta eru þar að veiðum og þeirra á meðal eru nokkur sjóræningjaskip. Þekktur ljósmyndari slóst í för með Rainbow Warrior, skipi Greenpeace, til að koma upp um báta sem stunda ólöglegar veiðar, þar á meðal veiðar á hákarli þar sem uggar og sporður eru skornir af og búknum hent, svokallað „shark finning“ .