Breytt aldurskipting þjóðarinnar og breyttir útgerðar- og þjóðfélagsþættir eru helstu skýringarnar á því að meðalaldur starfandi sjómanna hefur hækkað úr 29 árum í 41 ár á síðustu þremur áratugum.

Þetta segir Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands í viðtali í nýjustu Fiskifréttum.  Hann bendir á að auk þess sem meðalaldur þjóðarinar í heild hafi hækkað á síðustu 30 árum hafi margt fleira breyst á þessum tíma. Skólaganga ungsfólks hafi lengst, vertíðir sem drógu til sín ungt vinnuafl séu úr sögunni í þeirri mynd sem áður var og nú sé algengara en áður að fleiri en einn sjómaður sé um hvert skipspláss, sérstaklega á stærri skipunum, sem þýði að menn endist lengur í sjómennskunni.

Sjá nánar viðtal við Hólmgeir í nýjustu Fiskifréttum.