Meðal efnis í blaðinu er:

,,Byrjaði sjö ára til sjós” – viðtal við Willard Fiske Ólason skipstjóra í Grindavík.

Hvítabirnir á Íslandi – umfjöllun um komur bjarndýra hingað til lands í tímans rás.

,,Opnaði djúpslóðina undan Suður-Afríku fyrir veiðum” – viðtal við Hlöðver Haraldsson skipstjóra.

,,Kolamok í kulda og trekki” – veiðar við Alaska.

,,Gosið hrakti humarinn dýpra í holurnar” – Fiskifréttir í humarróðri með Jóni á Hofi ÁR.

,,Sagan á bak við nafnið” – skondin bátanöfn í íslenska flotanum.

,,Sveiflukenndar Afríkuveiðar” – viðtal við Þorvarð Jónsson skipstjóra.

,,Gjá milli veiða og vísinda” – rætt við Auðunn Konráðsson formann félags smábáta í Færeyjum.

,,Aumingjar eða glæpamenn” – viðtal við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing um ímyndarvanda sjávarútvegsins. Einnig rætt við Freystein Bjarnason og Örn Pálsson um sama mál.

Vetrarvertíðin árið 2011 og árið 1961. – Gísli Reynisson tekur saman aflatölur.