Hægt er að þéna vel á skömmum tíma í makrílveiðum í Noregi. Það sannaði áhöfnin á nótaskipinu Strand Senior sem fiskaði á hálfum mánuði fyrir jafnvirði 350 milljóna íslenskra króna. Hásetahluturinn nam 7 milljónum króna á þessum tveimur vikum, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.
Aflinn var 1.833 tonn sem jafngilti öllum makrílkvóta skipsins og 10% af kvóta þess á næsta ári. Veiðin fékkst í átta köstum í fimm túrum í lögsögum Noregs og Evrópusambandsins. Verðið var á bilinu 180-220 íslenskar krónur á kílóið.
Sjá nánar í Fiskifréttum.