Á næsta fiskveiðiári verða gerðir út að minnsta kosti sjö krókaaflamarksbátar sem eru 15 metrar að lengd og 30 brúttótonn að stærð, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Ný lög, sem sett voru í sumar, heimila stækkun smábáta upp að þessum mörkum.

Bátarnir koma úr ýmsum áttum. Einn þeirra var fyrir í krókaaflamarkinu, annar verður fluttur úr flokki smábáta með aflamark, þriðji er að fara í lengingu í 15 metra og þrír bátar eru í smíðum. Loks hefur einn „stóru“ smábátanna verið keyptur frá Belgíu og leysir hann Kristin II SH af hólmi, sjá meðfylgjandi mynd. Sá bátur var smíðaður á Íslandi árið 2010.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.