Í gær fundaði stjórn Landssambands smábátaeigenda með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fundarefnið var að upplýsa og ræða þá alvarlegu stöðu sem upp væri komin varðandi veiðar krókaaflamarksbáta, sem væru hver af öðrum að stöðvast, að sögn LS.
Í frétt á vef LS segir að komið sé á daginn að þriðjungs niðurskurður veiðiheimilda á ýsu og þurrð á leigumarkaðinum sé mörgum ofviða. Það blasi því fátt annað við en að stöðva veiðar og segja upp fólki.
Um viðbrögð sjávarútvegsráðherra segir: ,,Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði stöðuna þrönga en í ljósi alvarleika málsins yrði að skoða allar leiðir. Kæmi til auka úthlutunar yrði það ekki gert öðruvísi en í samráði við Hafrannsóknastofnunina.”
Sjá nánar á vef LS, HÉR