Sjávarútvegsráðherrar Íslands, Noregs, Kanada, Færeyja og Rússlands, ásamt fiskveiðistjóra Evrópusambandsins, mæta til fundar í Pétursborg í Rússlandi í dag og stendur fundurinn til föstudags.
Frá þessu er skýrt á vef samtaka norskra útgerðarmanna (Fiskebat.no). Þar segir að þetta sé fyrsta heimsókn norsks ráðherra til Rússlands frá því að innflutningsbannið var sett á matvæli árið 2014. Fundarefnið er ekki innflutningsbannið heldur fundurinn um vísindarannsóknir til þess að tryggja sjálfbærni fiskveiða og umhverfis í vistkerfi hafsins. Eigi að síður mun hin pólitíska deila að líkindum bera á góma.