Í dag verður 18. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu

þjóðanna útskrifaður. Að þessu sinni útskrifast 20 sérfræðingar úr sex mánaða þjálfunarnámi frá 14 löndum.

Sérfræðingarnir koma frá sjö Afríkulöndum (11), þremur eyríkjum Karíbahafs (3), fjórum löndum frá Asíu (6). Af þeim 20 sem útskrifast eru 5 konur, en að meðaltali er þátttaka kvenna í þjálfunarnáminu tæp 40%.

Sjávarútvegsskólinn bíður upp á sex sérsvið og voru þrjú þeirra kennd í ár; fiskifræði, gæðastjórnun í vinnslu og meðhöndlun fisks, og veiðistjórnun og markaðsmál. Rannsóknarverkefni sérfræðinganna spanna vítt svið, og tengjast öll verkefnum sem sérfræðingar sinna heima fyrir. Mörg lokaverkefnanna nýtast einnig beint við stefnumótun sjávarútvegs í heimalöndum þeirra.