Í dag verður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi slitið í 12. sinn. Þessu sinni útskrifast 18 nemendur frá 14 löndum, átta konur og tíu karlar. Hafa þeir dvalið á Íslandi undanfarna sex mánuði og stundað sérnám á sviðum fiskistofnfræði, veiðistjórnunar, fiskeldis og gæðastjórnunar í fiskiðnaði.

Meðal nema nú eru í fyrsta sinn þátttakendur frá Belís, Barbados, Kamerún og Madagaskar, sem endurspeglar að hluta aukið vægi samstarfs við smáeyþróunarríki og lönd í vestanverðri Afríku.

Nánar á vef Hafrannsóknastofnunar, HÉR