Útflutningur sjávarafurða frá Kína fór í fyrsta sinn yfir 20 milljarða dollara á árinu 2013 (rúmir 2.300 milljarðar ISK), að því er fram kemur á sjávarútvegsvefnum SeafoodSource.
Í opinberum tölum frá Kína segir að fluttar hafi verið út rétt tæpar 4 milljónir tonna af sjávarafurðum á árinu 2013 fyrir 20,3 milljarða dollara. Aukningin frá árinu áður er 4,15% í verðmætum og 6,74% í magni.
Kínverjar flytja líka inn gríðarlegt magn af sjávarafurðum bæði til neyslu innanlands og sem hráefni í afurður sem fluttar eru út. Neysla sjávarafurða er mikil í Kína og eykst hún um 10% á mann að meðaltali á ári.