Sjaldgæfa höfrungategund rak á land í Víkurfjöru aðfararnótt 2. apríl. Að sögn Gísla Víkingssonar hvalasérfræðings er þetta stökkull ( Tursiops truncatus ). Hann telst til sjaldgæfra flækingstegunda við Ísland en er algengur sunnar í N-Atlantshafi og í öllum hitabeltis- og tempruðu hafsvæðunum.
Síðan reglubundnar hvalatalningar hófust við Ísland árið 1987 hefur stökkull aðeins sést þrisvar sinnum með vissu á íslensku hafsvæði.
Hræið var fryst og verður krufið í samvinnu Hafrannsóknastofnunarinnar
og Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Sjá nánar á vef Hafr ó