,,Að sumu leyti er skemmtilegt þegar mikill afli kemur í netin á skömmum tíma en það er hörkupúl að hrista síldina úr netunum og til þess höfum við handaflið eitt,” segir Páll Aðalsteinsson skipstjóri á smábátnum Önnu Karínu SH frá Stykkishólmi í samtali við Fiskifréttir, sem stundar síldveiðar í lagnet ásamt Álfgeiri Marínóssyni meðeiganda sínum í útgerðinni.
Fjórir til fimm smábátar hafa stundað þessar veiðar í vetur eftir að Jón Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráðherra ákvað að gefa smábátum kost á leigukvóta til veiða á síld til beitu.
Sjá nánar um þessar veiðar í nýjustu Fiskifréttum.