Á YouTube.com má sjá myndband sem tekið var á brúnni yfir Kolgrafarfjörð í gær, 18. desember. Í texta sem fylgir myndbanindu segir að síld hafi ennþá verið að drepast og sést hefði hálfdauð síld fyrir neðan brú sem synti í yfirborðinu og fuglinn tíndi upp.