Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á Margréti EA-710 af Samherja hf. Margrét EA er eitt öflugasta uppsjávarskip íslenska flotans. Skipið var smíðað í Noregi 1998 og er 2.188 brúttótonn, 1.270 brúttórúmlestir og 71,1 metri að lengd og 13 metrar að breidd.
Aðalvél skipsins er Wartsila 11.000 hestöfl. Tankarými er 2.100 m2 í tólf tönkum, tvö kælikerfi eru í skipinu samtals 1,5 millj. kcal.
Skipið mun hljóta nafnið Beitir NK-123. Skipstjóri verður Sturla Þórðarson, skipstjóri á móti Sturlu verður Hálfdán Hálfdánarson. Sturla hefur verið skipstjóri á Berki NK. Skipstjóri á Berki NK verður Sigurbergur Hauksson og á móti Sigurbergi verður Hjörvar Hjálmarsson en þeir hafa báðir verið skipstjórar á skipum félagsins.