Á aðalfundi Síldarvinnslunnar hf. var haldinn í gær, 18. Apríl, var tillaga um arðgreiðslu á árinu 2023 vegna rekstrarársins 2022 upp á 3.437 milljónir króna samþykkt. Greiddar verða 1,86 kr. á hlut. Arðurinn verður greiddur út 26. apríl næstkomandi.
Aðalfundurinn samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin gildir fyrir næstu átján mánuði en heildareign í eigin bréfum má ekki fara yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi má ekki vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er.