Aðalfundur Síldarvinnslunnar samþykkti að arðgreiðsla vegna rekstrarársins 2023 verði 1,73 kr. á hlut eða rúmir 3,2 milljarðar króna. Á fundinum var ársreikningur félagsins samþykktur sem og starfskjarastefna.

Á fundinum fluttu Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður og Gunnþór B. ingvason forstjóri ræður. Fjölluðu þeir um stöðuna í íslenskum sjávarútvegi og gerðu ítarlega grein fyrir starfsemi Síldarvinnslunnar á rekstrarárinu 2023.

Í stjórn félagsins voru eftirtalin kjörin: Anna Guðmundsdóttir, Baldur Már Helgason, Erla Ósk Pétursdóttir, Guðmundur Rafnkell Gíslason og Þorsteinn Már Baldvinsson. Varamenn voru kjörin þau Arna Bryndís Baldvins McClure og Ingi Jóhann Guðmundsson.

Stjórn félagsins kom saman strax að aðalfundi loknum og var þá Þorsteinn Már Baldvinsson kjörinn stjórnarformaður og Guðmundur Rafnkell Gíslason varaformaður.