Um helgina var síldarvinnsla í fullum gangi hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað en Bjarni Ólafsson kom með 500 tonn til vinnslu í gærmorgun. Háberg GK og Börkur NK komu með 600 tonn hvort skip.
Samtals er því verið að vinna 1.700 tonn af síld sem veiddist í nót í síldarsmugunni en um sólarhringsstím er á miðin. Síldin er mjög væn og er meðalvigt um 400 grömm.
Frá þessu er skýrt á vef Síldarvinnslunnar