Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur staðfest að síldarveiðar Skota í Norðursjó séu sjálfbærar og að síldarstofninn þar sé í góðu jafnvægi og að hann hafi farið vaxandi undanfarin ár.

Síldarsjómenn í Skotlandi fagna þessum fréttum ákaft þar sem veiðarnar eru á lokastigi þess að hljóta MSC vottun þess að þær séu sjálfbærar.

Á síðasta ári landaði skoski síldveiðiflotinn um 40.000 tonnum úr Norðursjó sem er albesti afli hans í langan tíma.