Náttúruunnendur í skoðunarferð duttu í lukkupottinn þegar þeim tókst að koma auga á og fanga á myndband fiskinn síldarkóng uppi við land við Kaliforníuskagann í Mexíkó.
Síldarkóngur er talinn vera lengsti beinfiskur í heimi, getur orðið 10 metra langur og vegið allt að 270 kíló. Hann heldur sig alla jafnan langt fjarri landi á allt að þúsund metra dýpi og ef fiskar af þessari tegund sjást uppi strendur eru þeir yfirleitt dauðir.
Þá hefur vísindamönnum við háskólann í Lousiana tekist að mynda lifandi síldarkóng á 125 metra dýpi í Mexíkóflóa.
Dauðir síldarkóngar hafa nokkrum sinnum fundist við Íslandsstrendur. Að sögn Jónsbjörns Pálssonar á Hafrannsóknastofnun eru fyrstu heimildir um það frá árinu 1906 þegar síldarkóngur fannst rekinn nálægt Grindavík og reyndist hann vera 3,80 metrar á lengd. Þá fannst fiskur sem líktist síldarkóngi (en gæti hafa verið vogmær) við landið árið 1919 og loks fékk þýskur togari síldarkóng á Íslandsmiðum árið 1932.
Myndbandið af síldarkóngnum í fjörunni við Kaliforníuskagann má sjá HÉR.
Og HÉR er myndbandið af fiskinum í Mexíkóflóanum.