Vinnsla á síld úr Berki NK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lauk í gærmorgun og hófst þá vinnsla á síld úr Vilhelm Þorsteinssyni EA. Afli Vilhelms Þorsteinssonar er tæp 900 tonn og segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri að hann hafi fengist í þremur holum.
„Þetta fór heldur hægt af stað hjá okkur en var miklu betra undir lokin. Við vorum að veiðum á Héraðsflóanum. Í fyrsta holinu fengum við 270 tonn, 120 tonn í öðru og 490 í lokaholinu. Í fyrri tveimur holunum var dregið í fimm til sex tíma en í síðasta holinu einungis í tvo og hálfan tíma. Það eru síldarblettir sem þarf að finna,” segir Guðmundur.
Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuversins, segir að um sé að ræða afar góða síld.
„Síldin er stinn og góð og hentar afskaplega vel til vinnslu enda er hún veidd hér við bæjardyrnar. Í fiskiðjuverinu er lögð áhersla á að heilfrysta stærri síldina en síðan eru einnig framleidd samflök. Síldin rennur ljúflega í gegn hjá okkur og það er ánægjulegt að vinna hráefni eins og þetta,” segir Geir Sigurpáll.
Vinnsla á síld úr Berki NK í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lauk í gærmorgun og hófst þá vinnsla á síld úr Vilhelm Þorsteinssyni EA. Afli Vilhelms Þorsteinssonar er tæp 900 tonn og segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri að hann hafi fengist í þremur holum.
„Þetta fór heldur hægt af stað hjá okkur en var miklu betra undir lokin. Við vorum að veiðum á Héraðsflóanum. Í fyrsta holinu fengum við 270 tonn, 120 tonn í öðru og 490 í lokaholinu. Í fyrri tveimur holunum var dregið í fimm til sex tíma en í síðasta holinu einungis í tvo og hálfan tíma. Það eru síldarblettir sem þarf að finna,” segir Guðmundur.
Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuversins, segir að um sé að ræða afar góða síld.
„Síldin er stinn og góð og hentar afskaplega vel til vinnslu enda er hún veidd hér við bæjardyrnar. Í fiskiðjuverinu er lögð áhersla á að heilfrysta stærri síldina en síðan eru einnig framleidd samflök. Síldin rennur ljúflega í gegn hjá okkur og það er ánægjulegt að vinna hráefni eins og þetta,” segir Geir Sigurpáll.