Þorsteinn ÞH kom í nótt til Þórshafnar með 350 tonn af síld til manneldisvinnslu í frystihúsi félagsins.
Ekki hefur verið fryst síld á Þórshöfn í þrjú ár. Júpíter ÞH bíður löndunar með um 200 tonn af síld til vinnslu.
Framleiðslan fer öll inn á markaði í Austur-Evrópu þar sem eftirspurnin hefur verið mikil eftir frystri síld. Í vor og sumar hefur verið unnin kúffiskur í frystihúsinu á Þórshöfn og hefur verið landað tæplega 7.000 tonnum af kúffiski til vinnslu.
Frá þessu er skýrt á heimasíðu Ísfélags Vestmannaeyja.