Stærstu skipafélög heims háðu harða baráttu um yfirburði í farþegaflutningum á Atlantshafi í tæpa öld og fóru þar fremst í flokki bresku keppinautarnir White Star Line og Cunard. Þessi óvægna keppni hófst um 1838 og stóð fram á miðja tuttugustu öld. Það er áhugavert á NORDIA 2023 safnarasýningunni sem haldin er í Garðabæ 2.-4. júní sýna tveir safnarar, annar finnskur og hinn sænskur, söfn sem tengjast þessari baráttu skipafélaganna um að skara framúr í siglingum.

Samkeppnin var geysihörð og þó að verðlaunin væru lengst af einöngu heiðurinn - ekki fyrr en árið 1935 var smíðaður skrautlegur bikar til að verðlauna hraðskreiðustu skipin - fólst þó heilmikil hagnaðarvon í nafnbótinni. Margir farþegar vildu ferðast á hraðskreiðasta skipi heims og borguðu glaðir hátt fargjald fyrir að sigla uppábúnir með kristalsglös í hönd í ótrúlegum hægindum í þessum tækniundrum liðins tíma. Hraðinn skipti líka gríðarmiklu máli upp á samninga skipafélaganna um póstflutninga og sérstaka vöruflutninga, enda vildu þjóðlönd, fyrirtæki og einstaklingar gjarnan koma sendingum sem hraðast yfir hafið í hendur viðtakenda. Þjóðarstoltið skipti líka máli í þessu sambandi, sérstaklega þegar Þjóðverjar tóku að gera harðar atlögur að langvinnri sigurgöngu bresku skipafélaganna á þriðja og fjórða áratugi seinustu aldar.

Vildi Titanic fá Bláa borðann?

Viðurkenningin sem féll hraðskreiðasta skipinu í skaut nefndist í daglegu tali Blue Riband, eða blái heiðursborðinn, stundum þó kölluð Blue Ribbon, og fékk það skip sem sigldi reglubundna ferð með hæsta meðalhraðann nafnbótina. Stuðst var við meðalhraða frekar en fartíma sökum þess að skipin sigldu mismunandi leiðir yfir hafið, yfirleitt þó frá Englandi til Bandaríkjanna. Skipafélögin kepptu raunar um fleira en hraða því að samkeppni var hörð um stærð skipanna, öryggi þeirra og auðvitað munaðinn sem efnuðustu farþegarnir nutu um borð.

Um langa tíð hefur gengið þrálátur orðrómur þess efnis að ólánsskipinu Titanic, sem var í eigu White Star Line, hafi verið að ætlað að hreppa Bláa borðann í jómfrúarferð sinni. Sú ætlan forkólfa skipafélagsins hafi átt sinn þátt í að skipið stímdi á ísjaka og fórst með 1.500 farþegum. Það er þó trúlega aðeins sögusögn því að Titanic var fyrst og fremst hannað með lúxus í huga en ekki hraða.

Skipafélögin kepptu raunar um fleira en hraða því að samkeppni var hörð um stærð skipanna, öryggi þeirra og auðvitað munaðinn sem efnuðustu farþegarnir nutu um borð.
Skipafélögin kepptu raunar um fleira en hraða því að samkeppni var hörð um stærð skipanna, öryggi þeirra og auðvitað munaðinn sem efnuðustu farþegarnir nutu um borð.

Farþegaskipin sem öttu kappi um þennan mikla heiður juku hraðann með hverju ári sem leið, þökk sé örum framförum í vélakosti, hönnun og efnisnotkun. Í raun væri nærtækara að tala um stökkbreytingu en hægfara þróun, einsog sést á því að fyrsta skipið sem flokkast til Blue Riband-vinningshafa sigldi yfir Atlantshafið á átján dögum, en það seinasta sem hreppti titilinn á aðeins þremur dögum.

Upprunaleg bréf og ljósmyndir

Söfn Finnans Pekka Nuikki og Svíans Einar Nagel á NORDIA 2023 endurspegla þær miklu breytingar sem urðu í þróun og smíðum stóru farþegaskipanna á umræddu tímabili, allt frá því að gufuskipið Sirius sigldi yfir hafið á átján dögum árið 1838, og hlaut þar með borðann í fyrsta skipti, og þangað til að seinasta skipið, SS United States, hlaut borðann eftirsótta árið 1952. Safn Nuikki er einkum helgað síðari hluta 19. aldar, þegar keppnin var sem hörðust, og inniheldur marga sjaldgæfa hluti frá sigurskipunum, þar á meðal þrjátíu fágæt umslög og bréf úr jómfrúarferðum þeirra. Safn Nagels inniheldur m.a. upprunalegar ljósmyndir, bæði frá skipafélögunum og einstaklingum, póstkort, frímerki og fleira markvert sem gaman er að skoða.

Söfn Finnans Pekka Nuikki og Svíans Einar Nagel á NORDIA 2023 endurspegla þær miklu breytingar sem urðu í þróun og smíðum stóru farþegaskipanna.
Söfn Finnans Pekka Nuikki og Svíans Einar Nagel á NORDIA 2023 endurspegla þær miklu breytingar sem urðu í þróun og smíðum stóru farþegaskipanna.

Af þeim 35 skipum sem fengu nafnbótina eftirsóknarverðu voru 25 bresk að uppruna, þrettán þeirra í eigu Cunard-skipafélagsins og fimm í eigu White Star Line. Farþegaskipið Máretanía, í eigu Cunard, hélt metinu í tæp tuttugu ár. Mörg þessara skipa voru smíðuð með verulegum ríkisstyrkjum og voru hönnuð með hernaðarsjónarmið í huga. Í sumum tilvikum var skipafélögunum gert skylt að afhenda stjórnvöldum skipin kæmi til styrjaldar, gegn því að fá slíka styrki, og nýttu stjórnvöld sér slíkar heimildir bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöld.

Bandaríkjamenn slógu loks öll hraðamet árið 1952 með siglingu skipsins SS United States sem fyrr segir, en þá hafði glæsiskipið Queen Mary verið ósigrað um fjórtán ára skeið.
Bandaríkjamenn slógu loks öll hraðamet árið 1952 með siglingu skipsins SS United States sem fyrr segir, en þá hafði glæsiskipið Queen Mary verið ósigrað um fjórtán ára skeið.

Bandaríkjamenn slógu loks öll hraðamet árið 1952 með siglingu skipsins SS United States sem fyrr segir, en þá hafði glæsiskipið Queen Mary verið ósigrað um fjórtán ára skeið. Þó að mörg skip hafi siglt hraðar yfir Atlantshafið síðan þá hafa menn ekki viljað sæma þau Bláa borðanum, á þeim forsendum meðal annnars að þau uppfylli ekki skilyrði til farþegaflutninga með sama hætti og eldri skipin. Tæknilega séð heldur SS United States því enn titlinum.

Stálfuglarnir og hafið bláa

Bresk stjórnvöld neyddu White Star Line og Cunard til að sameinast árið 1934 og þar með leið samkeppnin á milli þessara fornu keppinauta undir lok. Tilkoma þotualdarinnar fyrir um sjötíu árum, með hraðfleygum og öruggum farkostum í háaloftunum, hafði síðan þau áhrif að þörfin fyrir hraðskreið farþegaskip varð nánast engin. Samkeppnin um Bláa borðann fór vitanlega ekki varhluta af þeirri þróun, og þó að enn komi reglulega fram á sjónarsviðið aðilar sem spreyta sig á að slá hraðamet í siglingum skortir skip þeirra dulúðina og glamúrinn sem einkenndu þessi liðnu glæsifley.

Á NORDIA 2023 sýningunni er vitaskuld ótal margt annað að sjá en þau skemmtilegu söfn með baksögu siglinga sem hér er fjallað um, svo sem helsta einkasafn hérlendis af íslenskum seðlum, verðlaunuð frímerkjasöfn, einkagjaldmiðlar, munir sem tengjast einvígi aldarinnar og íslenskum þjóðhetjum, og ótal margt fleira hnýsilegt. Þar verða líka fornfræg hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum, þar á meðal einum elstu útgerðar-og verslunarfélögum landsins, Borðeyrarfélaginu og Gránufélaginu.

Stærstu skipafélög heims háðu harða baráttu um yfirburði í farþegaflutningum á Atlantshafi í tæpa öld og fóru þar fremst í flokki bresku keppinautarnir White Star Line og Cunard. Þessi óvægna keppni hófst um 1838 og stóð fram á miðja tuttugustu öld. Það er áhugavert á NORDIA 2023 safnarasýningunni sem haldin er í Garðabæ 2.-4. júní sýna tveir safnarar, annar finnskur og hinn sænskur, söfn sem tengjast þessari baráttu skipafélaganna um að skara framúr í siglingum.

Samkeppnin var geysihörð og þó að verðlaunin væru lengst af einöngu heiðurinn - ekki fyrr en árið 1935 var smíðaður skrautlegur bikar til að verðlauna hraðskreiðustu skipin - fólst þó heilmikil hagnaðarvon í nafnbótinni. Margir farþegar vildu ferðast á hraðskreiðasta skipi heims og borguðu glaðir hátt fargjald fyrir að sigla uppábúnir með kristalsglös í hönd í ótrúlegum hægindum í þessum tækniundrum liðins tíma. Hraðinn skipti líka gríðarmiklu máli upp á samninga skipafélaganna um póstflutninga og sérstaka vöruflutninga, enda vildu þjóðlönd, fyrirtæki og einstaklingar gjarnan koma sendingum sem hraðast yfir hafið í hendur viðtakenda. Þjóðarstoltið skipti líka máli í þessu sambandi, sérstaklega þegar Þjóðverjar tóku að gera harðar atlögur að langvinnri sigurgöngu bresku skipafélaganna á þriðja og fjórða áratugi seinustu aldar.

Vildi Titanic fá Bláa borðann?

Viðurkenningin sem féll hraðskreiðasta skipinu í skaut nefndist í daglegu tali Blue Riband, eða blái heiðursborðinn, stundum þó kölluð Blue Ribbon, og fékk það skip sem sigldi reglubundna ferð með hæsta meðalhraðann nafnbótina. Stuðst var við meðalhraða frekar en fartíma sökum þess að skipin sigldu mismunandi leiðir yfir hafið, yfirleitt þó frá Englandi til Bandaríkjanna. Skipafélögin kepptu raunar um fleira en hraða því að samkeppni var hörð um stærð skipanna, öryggi þeirra og auðvitað munaðinn sem efnuðustu farþegarnir nutu um borð.

Um langa tíð hefur gengið þrálátur orðrómur þess efnis að ólánsskipinu Titanic, sem var í eigu White Star Line, hafi verið að ætlað að hreppa Bláa borðann í jómfrúarferð sinni. Sú ætlan forkólfa skipafélagsins hafi átt sinn þátt í að skipið stímdi á ísjaka og fórst með 1.500 farþegum. Það er þó trúlega aðeins sögusögn því að Titanic var fyrst og fremst hannað með lúxus í huga en ekki hraða.

Skipafélögin kepptu raunar um fleira en hraða því að samkeppni var hörð um stærð skipanna, öryggi þeirra og auðvitað munaðinn sem efnuðustu farþegarnir nutu um borð.
Skipafélögin kepptu raunar um fleira en hraða því að samkeppni var hörð um stærð skipanna, öryggi þeirra og auðvitað munaðinn sem efnuðustu farþegarnir nutu um borð.

Farþegaskipin sem öttu kappi um þennan mikla heiður juku hraðann með hverju ári sem leið, þökk sé örum framförum í vélakosti, hönnun og efnisnotkun. Í raun væri nærtækara að tala um stökkbreytingu en hægfara þróun, einsog sést á því að fyrsta skipið sem flokkast til Blue Riband-vinningshafa sigldi yfir Atlantshafið á átján dögum, en það seinasta sem hreppti titilinn á aðeins þremur dögum.

Upprunaleg bréf og ljósmyndir

Söfn Finnans Pekka Nuikki og Svíans Einar Nagel á NORDIA 2023 endurspegla þær miklu breytingar sem urðu í þróun og smíðum stóru farþegaskipanna á umræddu tímabili, allt frá því að gufuskipið Sirius sigldi yfir hafið á átján dögum árið 1838, og hlaut þar með borðann í fyrsta skipti, og þangað til að seinasta skipið, SS United States, hlaut borðann eftirsótta árið 1952. Safn Nuikki er einkum helgað síðari hluta 19. aldar, þegar keppnin var sem hörðust, og inniheldur marga sjaldgæfa hluti frá sigurskipunum, þar á meðal þrjátíu fágæt umslög og bréf úr jómfrúarferðum þeirra. Safn Nagels inniheldur m.a. upprunalegar ljósmyndir, bæði frá skipafélögunum og einstaklingum, póstkort, frímerki og fleira markvert sem gaman er að skoða.

Söfn Finnans Pekka Nuikki og Svíans Einar Nagel á NORDIA 2023 endurspegla þær miklu breytingar sem urðu í þróun og smíðum stóru farþegaskipanna.
Söfn Finnans Pekka Nuikki og Svíans Einar Nagel á NORDIA 2023 endurspegla þær miklu breytingar sem urðu í þróun og smíðum stóru farþegaskipanna.

Af þeim 35 skipum sem fengu nafnbótina eftirsóknarverðu voru 25 bresk að uppruna, þrettán þeirra í eigu Cunard-skipafélagsins og fimm í eigu White Star Line. Farþegaskipið Máretanía, í eigu Cunard, hélt metinu í tæp tuttugu ár. Mörg þessara skipa voru smíðuð með verulegum ríkisstyrkjum og voru hönnuð með hernaðarsjónarmið í huga. Í sumum tilvikum var skipafélögunum gert skylt að afhenda stjórnvöldum skipin kæmi til styrjaldar, gegn því að fá slíka styrki, og nýttu stjórnvöld sér slíkar heimildir bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöld.

Bandaríkjamenn slógu loks öll hraðamet árið 1952 með siglingu skipsins SS United States sem fyrr segir, en þá hafði glæsiskipið Queen Mary verið ósigrað um fjórtán ára skeið.
Bandaríkjamenn slógu loks öll hraðamet árið 1952 með siglingu skipsins SS United States sem fyrr segir, en þá hafði glæsiskipið Queen Mary verið ósigrað um fjórtán ára skeið.

Bandaríkjamenn slógu loks öll hraðamet árið 1952 með siglingu skipsins SS United States sem fyrr segir, en þá hafði glæsiskipið Queen Mary verið ósigrað um fjórtán ára skeið. Þó að mörg skip hafi siglt hraðar yfir Atlantshafið síðan þá hafa menn ekki viljað sæma þau Bláa borðanum, á þeim forsendum meðal annnars að þau uppfylli ekki skilyrði til farþegaflutninga með sama hætti og eldri skipin. Tæknilega séð heldur SS United States því enn titlinum.

Stálfuglarnir og hafið bláa

Bresk stjórnvöld neyddu White Star Line og Cunard til að sameinast árið 1934 og þar með leið samkeppnin á milli þessara fornu keppinauta undir lok. Tilkoma þotualdarinnar fyrir um sjötíu árum, með hraðfleygum og öruggum farkostum í háaloftunum, hafði síðan þau áhrif að þörfin fyrir hraðskreið farþegaskip varð nánast engin. Samkeppnin um Bláa borðann fór vitanlega ekki varhluta af þeirri þróun, og þó að enn komi reglulega fram á sjónarsviðið aðilar sem spreyta sig á að slá hraðamet í siglingum skortir skip þeirra dulúðina og glamúrinn sem einkenndu þessi liðnu glæsifley.

Á NORDIA 2023 sýningunni er vitaskuld ótal margt annað að sjá en þau skemmtilegu söfn með baksögu siglinga sem hér er fjallað um, svo sem helsta einkasafn hérlendis af íslenskum seðlum, verðlaunuð frímerkjasöfn, einkagjaldmiðlar, munir sem tengjast einvígi aldarinnar og íslenskum þjóðhetjum, og ótal margt fleira hnýsilegt. Þar verða líka fornfræg hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum, þar á meðal einum elstu útgerðar-og verslunarfélögum landsins, Borðeyrarfélaginu og Gránufélaginu.