Síðustu grásleppunni var landað á Húsavík þessa vertíðina um síðustu helgi. Þá kom Ásdís ÞH 13 að landi með 2,4 tonn. Fjölmargir aðrir bátar eru hættir veiðum
Alls fiskaðist 58 tonn á Ásdúisi ÞH á vertíðinni. Að sögn Þórðar Birgissonar, skipstjóra á bátnum, voru netin 39 daga í sjó en sökum slæmrar veðurspár í þessari viku var ákveðið að draga upp netin.
Þórður Birgisson hefur lengi stundað grásleppuveiðar, ýmist á eigin bátum eða á bátum í eigu annarra, eins og til dæmis Ásdísi þetta vorið. Þrír aflahæstu bátarnir það sem af er vertíð eru Kóngsey ST frá Drangsnesi með 74 tonn, Hólmi NS frá Vopnafirði með 68 tonn og Magnús HU frá Blönduósi. Í byrjun mánaðar var veiddur afli á vertíðinni 3.362 tonn en alla vertíðina í fyrra veiddust 3.982 tonn.
Fyrstu tíu mánuði þess árs námu útflutningsverðmæti frystrar grásleppu, saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars 1,1 milljarði króna. Alls hafa í kringum 115 bátar stundað veiðarnar sem hófust 1. mars síðastliðinn. Áður stóð til að þær hæfust 20. mars en matvælaráðuneytið tók mið af erindi sem því barst frá Landssambandi smábátaeigenda um að upphafsdagur grásleppuvertíðar yrði 1. mars til þess að koma til móts við útflutning á ferskum grásleppuhrognum til Danmörku. Sá markaður er takmarkaður við tímann frá áramótum og fram að páskum.