Fiskistofa hefur tilkynnt að von sé á auglýsingu um að síðasti dagur strandveiða í júlí á svæði A (frá Arnarstapa til Súðavíkur) verði á morgun, þriðjudaginn 12. júlí. Samkvæmt vef Fiskistofu hefur nú fyrir hádegi á mánudegi verið tilkynnt um löndun á 634 tonnum af 1.023 tonna júlíhámarki.
Staðan á öðrum svæðum er sú, að á svæði B (Strandir til Eyjafjarðar) hefur verið tilkynnt um 282 tonna afla af 626 tonna hámarksafla. Og á svæði C (norðaustur- og austursvæði) er búið að landa 194 tonnum af 661 tonna hámarki. Veiðar á svæði D (Djúpavogur að Arnarstapa) hafa þegar verið stöðvaðar.
Sjá stöðuna á Fiskistofuvefnum HÉR.