Ný gerð þurrkklefa fyrir fisk, sem hannaðir eru af Sigurjóni Arasyni og Margeir Gissurarsyni hjá Matís, hafa verið settir upp við Tanganyika-vatn í Tansaníu. Klefarnir byggjast á íslenskri tækni en í stað jarðvarma er notast við hita frá Afríkusólinni.
Verkefnið miðar einnig að því að minnka notkun eldiviðar til reykingar um a.m.k. 80%. Samkvæmt aldagömlum aðferðum Tansaníumanna við reykingu er notað eitt kíló af eldivið til reykingar á hverju kíló af fiski. Nýi reykofinn notar allt niður í 20 grömm af eldiviði á hvert kíló. Markmiðið er að auka tekjumöguleika heimamanna sem fá hærra verð fyrir betri afurðir og um leið að draga úr heilsuspillandi þætti reykingarinnar og skógarhöggi.
Hver kofi kostar um 120.000 kr. Hann er einfaldur í uppsetningu og kemur í sex forsmíðuðum einingum.
Sigurjón og Margeir voru nýlega í Tansaníu þar sem þeir héldu námskeið fyrir heimamenn um flatningu fisks og reykingu og notkun nýju þurrk- og reykingaklefanna.
Sjá nánar í tímariti Fiskifrétta.