Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi.
Þetta sagði hann um sjávarútveginn:
,,Almenn sátt ríkir um að sjávarauðlindin er sameign allrar þjóðarinnar.Um nýtingu auðlindarinnar þarf einnig að ríkja víðtæk sátt. Því verður unnið áfram á grunni sáttanefndarinnar að því að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun.
Eðlilegt er að sjávarútvegurinn leggi sitt af mörkum til samfélagsins í formi skatta og gjalda í skiptum fyrir nýtingarréttinn, sem orðinn er verðmætur vegna þess að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur gert hann verðmætan.
Íslenskur sjávarútvegur er í senn sjálfbær og hagkvæmur en hann keppir við sjávarútveg í löndum sem stunda ríkisstyrkta ofveiði.
Unnið verður að því að endurskoða lög um veiðigjald þannig að almennt veiðigjald endurspegli afkomu útgerðarinnar í heild, en sérstakt gjald taki mið af afkomu einstakra fyrirtækja og fisktegunda.