Nokkur samdráttur varð í sölu á fiskmörkuðum landsins á árinu 2011 miðað við árið á undan. Alls voru seld 91.500 tonn en á árinu 2010 voru seld um 96.600 tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Samdrátturinn nemur um 5,2% í magni. Samdrátturinn skýrist aðallega af minni ýsusölu en hún dróst saman um rúm 3.900 tonn milli ára, eða um tæp 18%. Samdráttur í sölu á þorski var um 1.600 tonn. Þótt salan hafi dregist saman í tonnum talið varð hún svipuð og árið 2010 í verðmætum. Salan nam um 26,1 milljarði króna miðað við 26,2 milljarða árið á undan. Litlar breytingar urðu á röð efstu fiskmarkaða milli ára. Fiskmarkaður Íslands Snæfellsnesi er í efsta sæti með um 21.200 tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.