Í umsögn Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fiskvinnslustöðva um nýja veiðigjaldafrumvarpið er lýst þeirri skoðun að veiðigjöldin sem fyrirhugað er að leggja á samkvæmt 2. grein frumvarpsins séu alltof há og mótmæla sérstaklega hækkun sérstaks veiðigjalds á uppsjávarfisk.
Þá telja samtökin að í öllum tilvikum beri að innheimta veiðigjöld eftir að tekna hefur verið aflað og leggja því til að 1. grein frumvarpsins verði breytt þannig að kveðið verði á um að veiðigjöld verði innheimt af lönduðum afla.
Sjá nánar á vef LÍÚ .