Allt

Allt verður gert til að tryggja að neysluvatn berist áfram til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfshóps á vegum Vestmannaeyjabæjar sem fer með vatnsmálið.

Eins og kunnugt er laskaðist eina neysluvatnsleiðslan úr landi til Eyja þegar akkeri togarans Hugins kræktist í hana fyrir rúmri viku. Fyrr í dag tilkynnti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að Vestmannaeyjabær sé komin á hættustig vegna tjónsins á vatnslögninni.

Feðgar sem gegndu störfum skipstjóra og stýrimanns á Hugin er vatnsleiðslan skemmdist hafa nú látið af störfum hjá Vinnslustöðinni sem gerir skipið út.

„Það kemur auðvitað óþægilega við okkur öll þegar þær aðstæður skapast að flytja þurfi bæinn okkar á hættustig, en því fylgir reyndar líka ákveðið öryggi. Það þýðir að almannavarnayfirvöld fylgjast mjög náið með stöðu mála og viðbragðsáætlanir verða til samræmis við þær aðstæður sem upp kunna að koma. Bestu sérfræðingar hérlendis og erlendis eru komnir að málinu til að tryggja að vatnið haldi áfram að streyma til Eyja,“ segir í tilkynningu fyrrnefnds vinnuhóps.

Tekið er fram að leiðslan sé að skila Eyjamönnum fullu vatnsmagni. Hún sé hins vegar mikið skemmd.

„Því ber okkur að vera búin undir allar sviðsmyndir sem upp geta komið. Bæjarbúar verða að sjálfsögðu upplýstir samstundis ef breyting verður á þessari stöðu og ef þeir þurfa að grípa til einhverra ráðstafana, en svo er ekki á þessu stigi,“ segja meðlimir vinnuhópsins sem kveðast munu starfa með almannavarnayfirvöldum, stjórnvöldum, HS veitum og öðrum sérfræðingum sem að málinu komi.

Allt

Allt verður gert til að tryggja að neysluvatn berist áfram til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfshóps á vegum Vestmannaeyjabæjar sem fer með vatnsmálið.

Eins og kunnugt er laskaðist eina neysluvatnsleiðslan úr landi til Eyja þegar akkeri togarans Hugins kræktist í hana fyrir rúmri viku. Fyrr í dag tilkynnti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að Vestmannaeyjabær sé komin á hættustig vegna tjónsins á vatnslögninni.

Feðgar sem gegndu störfum skipstjóra og stýrimanns á Hugin er vatnsleiðslan skemmdist hafa nú látið af störfum hjá Vinnslustöðinni sem gerir skipið út.

„Það kemur auðvitað óþægilega við okkur öll þegar þær aðstæður skapast að flytja þurfi bæinn okkar á hættustig, en því fylgir reyndar líka ákveðið öryggi. Það þýðir að almannavarnayfirvöld fylgjast mjög náið með stöðu mála og viðbragðsáætlanir verða til samræmis við þær aðstæður sem upp kunna að koma. Bestu sérfræðingar hérlendis og erlendis eru komnir að málinu til að tryggja að vatnið haldi áfram að streyma til Eyja,“ segir í tilkynningu fyrrnefnds vinnuhóps.

Tekið er fram að leiðslan sé að skila Eyjamönnum fullu vatnsmagni. Hún sé hins vegar mikið skemmd.

„Því ber okkur að vera búin undir allar sviðsmyndir sem upp geta komið. Bæjarbúar verða að sjálfsögðu upplýstir samstundis ef breyting verður á þessari stöðu og ef þeir þurfa að grípa til einhverra ráðstafana, en svo er ekki á þessu stigi,“ segja meðlimir vinnuhópsins sem kveðast munu starfa með almannavarnayfirvöldum, stjórnvöldum, HS veitum og öðrum sérfræðingum sem að málinu komi.