Þau falli eingöngu á eigendur útgerðanna og breyti því engu um rekstrarforsendur fyrirtækjanna.
Þetta segir hann grein um auðlindagjöld sem birt er í Kjarnanum í dag í tilefni af frumvarpi því sem nú er til umræðu á alþingi.
Hann segir að í þessu frumvarpi sé margt til bóta frá því sem verið hefur, þótt ekki sé það gallalaust.
„Snúið er aftur til þeirrar hugsunar að hlutverk laganna sé að skilgreina þann hluta virðisauka í sjávarútvegi sem rekja má til auðlindarinnar og að reikna þjóðinni hlutdeild í honum. Frumvarpið þróar aðferð til þessa, sem er til mikilla bóta frá því sem áður var, þótt ekki sé hún gallalaus.“
Málefnaleg umræða
Hann segir hins vegar að í frumvarpinu sé ekki svarað þeirri spurningu hvert sé réttmætt tilkall þjóðarinnar til arðs af auðlindinni.
„Það skortir vilja, getu eða þor til að taka á stóru spurningunni í þessu máli, þ.e. hvaða tilkall á þjóðin til arðs af sinni eigin auðlind? Frumvarpið, ef að lögum verður, getur hins vegar skapað grunn fyrir málefnalega umræðu um þá spurningu í stað karps um tæknilegan tittlingaskít eins og verið hefur.“
Indriði segir að allt frá því veiðigjöld voru fyrst lögð á sem auðlindagjald hafi „umræða um kjarna málsins, þ.e. eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna fisk-veiðiauðlindarinnar, fallið í skuggann af þrasi um tæknilega útfærslu.“
Jafnframt hafi verið reynt að halda því fram að með veiðigjöldum sé verið að skerða hag bæjarfélaga eða svæða.
„Rök skortir fyrir slíkum staðhæfingum. Rétt ákveðin auðlindagjöld gera það ekki.“
Hann segir veiðigjöldin eingöngu falla á eigendur útgerðanna. Þau breyti ekki rekstrarforsendum fyrirtækjanna.
Lenda á eigendunum
„Vissulega er það rétt að sjávarútvegur er fjölbreyttur og mikilvægur fyrir landsbyggðina og landið í heild. En hvað hefur það að með veiðigjöld að gera?“ spyr hann.
„Veiðigjöldin lenda á eigendum útgerðanna þannig að skráningarstaður félags eða skipa skiptir engu máli. Eigendur stórútgerða eru yfirleitt ekki búsettir á landsbyggðinni.“
Hann segir engin rökleg tengsl vera milli veiðigjalda og launa sjómanna eða tekna sveitarfélaganna af rekstrinum.
„Þessar augljósu staðreyndir koma þó ekki í veg fyrir að talsmenn sveitarfé-laga láta hafa sig í að krefjast lækkunar á veiðigjöldum fyrir eigendur að útgerð í Eyjum sem í gær voru í Reykjavík en eru í dag komnir á Krókinn.“
Eignatengslin bjaga
Eitt margra stórra álita- og deilumála í tengslum við innheimtu auðlindagjalda lýtur að innbyrðis tengslum útgerðar- og vinnslufyrirtækja.
„Nær öll fiskvinnsla í landinu er í eigu útgerða eða öfugt eða útgerð og vinnsla er í eigu sama aðila. Stór hluti “erlendra” kaupenda íslenskra fiska-urða eru félög í eigu fiskútflytenda,“ segir Indriði.
Þessi eignatengslin segir hann gera útgerðinni mögulegt „að flytja rentuna frá veiðunum til vinnslunnar eða hinna “erlendu” kaupenda með verðlagningu í viðskiptum tengdra aðila.“
Jafnframt segir hann að án eignartengsla og með samkeppni um kaup á fiskafurðum „væri engin fiskveiðirenta hjá vinnslunni eða kaupendum afurðanna. Mat á heildarrentu af fiskveiðum getur því ekki byggst á veiðunum einum saman og nauðsynlegt er að leggja mat á rentu í veiðum og vinnslu í heild sinni.“