Ástralir geta innan skamms fengið hina geysivinsæli rétti frá Saucy Fish Co í stórmörkuðum þar í landi. Fyrirtækið sem er með höfuðstöðvar í Grimsby er í mikilli sókn og frá því mars síðastliðnum hefur það sett vörur sínar á markað í Bandaríkjunum.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist miklar vonir bundnar við Ástralíumarkað þar sem Ástralir borði mikinn fisk og að fiskneysla þar sé að aukast.