Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að sandsílakvótinn í Norðursjó og aðliggjandi svæðum verði 322.000 tonn á þessu ári. Þetta er sjö sinnum hærri kvóti en í fyrra.
Danir fiska næstum allan kvóta ESB-kvótann eða 249.000 tonn en máttu aðeins veiða 34.000 tonn á síðasta ári.
Gert er ráð fyrir að veiðarnar hefjist 1. apríl en vertíðin er stutt því fiskiríið er yfirleitt búið í kringum Jónsmessuna. Það þýðir að veiðitíminn er aðeins um 80 dagar. Því þarf að halda vel á spöðunum ef allur kvótinn á að nást.