Sandkolinn er í lægð en skarkoli nálægt meðallagi eru helstu niðurstöður úr Flóaralli Hafrannsóknastofnunar sem farið var í fyrstu dagana í júlí, að því er Jónbjörn Pálsson, líffræðingur og leiðangursstjóri, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Sandkolinn hefur ekki verið slakari í Faxaflóa síðastliðin þrjú ár og nálgaðist ástandið 2008 er hann var í hvað mestri lægð.

Mun líflegri veiði var á skarkola í rallinu en í fyrra en þá olli skarkolinn vonbrigðum. Skarkolaveiðin í leiðangrinum nú var nálægt meðaltali þeirra ára sem þessar rannsóknir hafa farið fram í Faxaflóa.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.