Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 31. október kl. 13:00 - 14:45.  Í fréttatilkynningu segir að ræðumenn úr ólíkum greinum útvegarins varpi ljósi á breiða skírskotun greinarinnar og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og samfélag undir yfirskriftinni: Samkeppnisfærni fyrirtækja í sjávarútvegi.

Aðalfundur LÍÚ verður haldinn daginn áður þar sem borinn verður upp tillaga um sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva.

Sjá nánar á vef LÍÚ.