Í dag fór fram stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en þau urðu til með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva.

Í stofnyfirlýsingu nýrra samtaka segir meðal annars: „Á síðustu áratugum hefur greinin því breyst mikið. Gæði vörunnar aukast jafnt og þétt og allir hlekkir virðiskeðjunnar, frá veiðum til neytanda, styrkjast og eflast. Þess vegna skilar sami sjávarafli þjóðarbúinu nú umtalsvert meiri verðmætum en áður.“

Kolbeinn Árnason, nýr framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi leiddi sameininguna. Formaður nýrra samtaka er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða á Eskifirði. Sjá frétt um formannskjörið HÉR .

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa opnað nýja vefslóð sjavarutvegurinn.is