Starfsfólk í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum, félagsmenn Starfsgreinasambandsfélaganna Afls á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum, hefur samþykkt að boða til verkfalls 7. febrúar n.k. í fiskimjölsverksmiðjum á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og tveimur bræðslum í Vestmannaeyjum.

Alls voru 75 starfsmenn á kjörskrá en 73 greiddu atkvæði.  61 greiddu atkvæði með verkfalli eða 83,5% til að knýja á um gerð kjarasamnings. 5 voru á móti, 1 atkvæði var ógilt og 6 auð.

Verkfallið hefst 7. febrúar og stendur í þrjá daga. Það verður endurtekið 14. febrúar, einnig í þrjá daga og svo ótilgreint frá og með 21. febrúar hafi samningar þá enn ekki tekist.

Frá þessu er skýrt á vef Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is)