Samstarf hefur tekist með Benchmark International í Kanada og Icelava Export á Íslandi um innflutning síðarnefnda fyrirtækisins á súrefnislausnum fyrir fiskeldisfyrirtæki á Íslandi. Í fréttatilkynningu segir að Benchmark sé leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á svokölluðum VSA súrefnisgjöfum. Með samstarfinu hefur Icelava innflutning á nýjustu tækni í súrefnislausnum fyrir íslenska fiskeldismarkaðinn sem gerir honum kleift að skilvirkni, draga úr framleiðslukostnaði og huga um leið að hámarks velferð eldisdýra, segir í tilkynningunni.

Þar segir ennfremur að súrefnisgjafar frá Benchmark séu þekktir fyrir einstaka skilvirkni og lága orkuþörf. Búnaðurinn aðskilur súrefni úr andrúmslofti með sameindasíu og tryggir stöðugt og áreiðanlegt aðgengi að súrefni við margvíslegar aðstæður. VSA súrefnisgjafarnir bjóði upp á umtalsverðan orkusparnað miðað við hefðbundnar gerðir súrefnisgjafa og geta dregið úr kolefnisspori starfseminnar.