Í þessari viku standa yfir samningaviðræður strandríkja um kvótaskiptingu kolmunna og norsk-íslenskrar síldar fyrir árið 2014. Í gær og í dag er rætt um kolmunnann og á morgun og fimmtudag um síldina.
Síðan verður tekinn snúningur á makrílnum í næstu viku frá þriðjudegi til föstudags, samkvæmt dagsskrá.
Frá þessu er skýrt á vef norsku síldarsölusamtakanna.