Velta Samherja, langstærsta sjávarútvegsfyrirtækis Íslendinga, nam rétt tæplega 80 milljörðum króna á árinu 2011. Um 60% af starfsemi fyrirtækisins eru utan landsteinanna.

HB Grandi er kvótahæsta fyrirtæki landsins og það stærsta af þeim sem starfa eingöngu á heimavettvangi. Fyrirtækið velti 30 milljörðum í fyrra.

Næst á eftir í röðinni komu: Síldarvinnslan (19,7 milljarðar), Ísfélag Vestmannaeyja (15,5 milljarðar), Vinnslustöðin (15 milljarðar),  Brim (10,3 milljarðar) og Skinney-Þinganes (10,3 milljarðar).

Sjá nánar um veltu, hagnað og laun stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna í nýjustu Fiskifréttum og í Frjálsri verslun.