Hagnaður Samherja á árinu 2011 nam 8,8 milljörðum króna. Um er að ræða bestu afkomu í sögu samstæðunnar. Hagnaður Samherja og dótturfélaga fyrir skatta var 11 milljarðar króna.
Í frétt á vef Samherja kemur eftirfarandi m.a. fram:
Rúm 60% af starfsemi Samherja er erlendis. Félög samstæðunnar starfa í 11 löndum og gera upp í 8 mismunandi gjaldmiðlum.
Öll erlend dótturfélög samstæðunnar eru skattlögð í ríkjum Evrópusambandsins eða Kanada. Í níu af þeim tíu löndum sem erlend dótturfélög Samherja starfa er reksturinn fjármagnaður hjá erlendum fjármálastofnunum.
Samherji hefur hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning á nokkru láni hjá íslenskum fjármálastofnunum.
Samherji er næst hæsta fyrirtækið í hópi greiðanda opinberra gjalda á Íslandi, sé tekið tillit til veiðigjalds sem ekki er inni í tölum Ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda.
Ekki kom til þess einn einasta dag á árinu 2011 að Atvinnutryggingasjóður þyrfti að greiða einhverjum af 350 starfsmönnum í landvinnslu félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu laun vegna hráefnisskorts
Sjá nánari upplýsingar á vef Samherja.