Hagnaður Samherja á síðasta ári var 13,9 milljarðar króna og jókst um 2,7 milljarða króna á milli ára. Rekstrartekjur námu 84 milljörðum króna. Samtals greiddi Samherji 4,3 milljarða króna til opinberra aðila á Íslandi vegna reksturs ársins 2015. Tekjuskattur starfsmanna nam að auki 2,2 milljörðum
Rúmur helmingur af starfsemi Samherja samstæðunnar er erlendis. Samherji og dótturfélög eru með rekstur í 12 löndum og samstæðan er gerð upp í átta myntum.
Skuldbindingar vegna fjárfestinga sem stofnað var til árið 2015 nema um 30 milljörðum.
Tillaga er um að arðgreiðsla til hluthafa nemi 10 % af hagnaði félagsins eða um 1,4 milljörðum króna.
Sjá nánar um rekstur Samherja á síðasta ári á vefsíðu fyrirtækisins.