Samdráttur varð í sölu fiskmarkaða landsins á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Salan dróst saman um 10% í magni en veltan minnkaði um 8,6%. Meðalverð á kíló fyrir allar tegundir hækkaði hins vegar um 2,5%, að því er fram kemur í úttekt í nýjustu Fiskifréttum.

Á fyrstu sex mánuðum ársins voru seld um 48.500 tonn á fiskmörkuðunum fyrir um 13,7 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra voru seld 54 þúsund tonn fyrir tæpa 15 milljarða króna. Mest munaði um samdrátt í ýsu upp á 23,5% en einnig minnkaði sala á þorski.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.