Þorskeldi í Noregi náði hámarki á síðasta ári en þá voru framleidd tæp 20 þúsund tonn. Spáð er samdrætti í ár, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Vitnað er í erindi sem norskur fiskeldissérfræðingur hélt á alþjóðlegri ráðstefnu um sjávarútvegsmál sem haldin var í Osló nýlega. Sérfræðingurinn sagði að í ár væri búist við um 15 þúsund tonna framleiðslu í þorskeldi í Noregi og hann spáði því að samdráttur yrði einnig á næstu árum.