ff

Stærð þorskkvótans hefur veruleg áhrif á verð á þorski en 50% verðbreytinga ráðast af öðrum þáttum. Þetta eru niðurstöður Terje Vassdal, prófessors við háskólann í Tromsø.

Vassdal segir að áhrif breytinga á kvóta sé mismunandi eftir afurðum. Minnstu áhrifin séu á ferskan þorsk en mest á frystan þorsk. Þurrkaður saltfiskur sé þarna mitt á milli.

Vassdal vísaði til þess að verð á þorski hefði hækkað milli áranna 2010 og 2011 en verðið í ár hefði verið stöðugt. Á næsta ári mun þorskkvóti Norðmanna aukast verulega og því ætti mönnum ekki að koma það á óvart að verð lækkaði. Vassdal tók þó fram að það væri ekki útilokað að verðið myndi haldast óbreytt.